1. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 12. september 2019 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 13:00
Halldóra Mogensen lagði til að kosið yrði að nýju um formann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis og að Helga Vala Helgadóttir yrði formaður.
Allir nefndarmenn studdu beiðnina og var hún því rétt borin fram af meiri hluta nefndarmanna skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis.
Halldóra Mogensen, Ólafur Þór Gunnarsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason kusu Helgu Völu Helgadóttur í embætti formanns.
Ásmundur Friðriksson sat hjá.
Rétt kjörinn formaður nefndarinnar var Helga Vala Helgadóttir.

2) Önnur mál Kl. 13:05
Nefndin ræddi störfin framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:10